thjalfnamskNú hefur verið opnað fyrir skráningu á þjálfaranámskeið fyrir kænuþjálfara (1.stig). Heyrst hefur að mikil sókn verði á námskeiðið og því hvetjum við fólk til að tryggja sér pláss sem fyrst. Pláss er fyrir 8 manns á hverju námskeiði en ef eftirspurn verður meiri en framboð þá er hugsanlegt að tekið verði til umræðu að halda annað námskeið strax vikuna á eftir. Skráningin fer fram undir flipanum skráningar hér til vinstri. 

Nánari upplýsingar um kænuþjálfara og námskeiðið er að finna hér.

Verið er að vinna í samstarfi við Sæbjörgu að námskrá fyrir Öryggis- og kennslubátanámskeið fyrir siglingaþjálfara og verða upplýsingar um það settar inn von bráðar. 

Hæfniskröfur
Fyrir námskeiðið þurfa nemendur að uppfylla eftirfarandi kröfur:
Lágmarksaldur 18 ára
Gildandi fyrstu hjálpar skírteini (endurnýjist á minnst 2 ára fresti).
Öryggisbátaskírteini (SÍL og Sæbjörg).
Mat á siglingakunnáttu fyrir námskeið.

Vinsamlegast athugið að hægt er að neita nemendum þáttöku í námskeiði sé siglingakunnáttu eða öðrum forkröfum ábótavant.

*Fyrsta hjálp - Annað hvort skírteini frá Slysavarnaskóla sjómanna eða annað skírteini viðurkennt af SÍL, þar sem farið er yfir meðferð ofkælingar, höfuðáverka og endurlífgun og námskeiðið er að minnsta kosti 6 klukkustundir að lengd.