51. Siglingaþing
- Details
Í dag verður haldið 51. Siglingaþing SÍL. Þingið verður með hefðbundum hætti og haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Skýrsla stjórnar liggur fyrir og er hægt að nálgasthana hér. Það er ekki margt sem liggur fyrir þinginu, fjallað verður um mótaskrá komandi sumars og drög að næsta sumri lögð. Ein lagabreyting liggur fyrir og um að fella út ákvæði um merki SÍL úr lögum. Nánar veðrur fjallað um þingið eftir að því er lokið og samþykktir ligga fyrir.
51. Siglingaþing verður haldið 24. febrúar
- Details
Siglingaþing hefur verið boðað þann 24. febrúar og verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Hvert aðildar félag SÍL hefur rétt á þremur fulltrúm á þinginu. Þingið verður með nýju sniði þetta árið en eftir lagabreytingar þá starfa nefndir SÍL nú á milli þinga og starfa því ekki í þinghléi. Þannig gefst þeim lengri tími til að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu og skila áliti í samræmi við það.
Siglingafólk ársins 2023
- Details
Áramót Ýmis fór fram á gamlársdag eins og hefð er fyrir, ekki gafst færi á að setja báta á flot og hafa hefðbunda keppni þar sem kalt var og Fossvogin hafði lagt. Eigi að síður var góð mæting enda hefur siglingafólk gaman af því að hittast og ræða málin. SÍL nýtti tækifærið til að verðlauna Siglingafólk ársins veita Íslandsbikarinn og efnilegasta siglarann. Hólmfríður Gunnarsdóttir Brokey var útnefnd siglingakona ársins og Sigurður Haukur Birgisson var útnefndur Siglingamaður ársins. Mahaut Ingiríður Matharel Nökkva var útnefnd Siglingaerefni ársins. Við útnefningar var horft til frammistöðu og ástundunar á árinu. Það var svo áhöfnin á Dögun sem vann Íslandsbikarinn í ár.
Fyrir grúskara
- Details
Nú eru allar ársskýrslur SÍL komnar á vef sambandsins. Það var nokkuð verk að skanna þær inn en nú er því lokið. Fyrir þá sem gaman hafa að því að kynna sér söguna og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan íþróttarinnar þá er þarna kjörinn vettvangur til að grúska. Í ár fagnar SÍL 50 ára afmæli og er því af nógu að taka. Sökum stærðar á skönnuninni var ekki hægt að geyma skýrslurnar á vefsvæði SÍL en hægt er að nálgast þær á Google drive. Hlekkur er á möppuna undir hlekkum -Um SÍL/Árskýrslur/Eldri ársskýrslur einnig er hægt að fara beint á safnið hér
Page 4 of 54