Lokamót Kæna/ Akureyrarmót
- Details
Mikið verður um að vera í mótahaldi á Akureyri á næstu dögum Lokamót kæna -Akureyrarmótið veðrur haldið þann 27. ágúst á Akureyri. Það er Siglingaklúbburinn Nökkvi sem sér um mótið. Þetta er síðasta kænumót ársins og einstakt tækifæri til að sýna framfari sumarsins. Landslíðsþjálfari SÍL mun fylgjast með mótinu og meta keppendur til að taka þátt í landsliðsverkefnum í vetur og næsta sumar.
Tilkynningu um keppni er hægt að finna hér
Fyrsta alþjóðlega kænukeppnin í 25 ár
- Details
Þann 21. ágúst hefst fyrsta alþjólega kænumótið sem haldið hefur verið á Íslandi síðan á smáþjóðleikunum 1997. Mótið er haldið af siglingaklúbbnum Nökkva og RS Aero classanum. 20 keppendur koma frá 7 þjóðum til að taka þátt í mótinu á Pollinum á Akureyri . Mótið hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og standa vonir til að þetta að hægt verði að halda fleiri slík mót hér á landi á næstu árum. Nánari fréttir af mótinu verða á facebook síðu SÍL og RS Sailing. Í tengslum við mótið verður keppnistjórnarnámskeið haldið þann 17. ágúst í Plaza hótel í Reykjavik.
Íslandsmót Kjölbáta
- Details
Siglingaféagið Ýmir heldur Íslandsmót kjölbáta í ár. Mótið fer framm á Skerjafirði dagana 10 -14 ágúst.
Nálgast má tilkynngu um keppni hér.
Íslandsmót Kæna 2022 tilkynning um keppni
- Details
Islandsmót kæna verður haldið af Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði dagana 4.-6. ágúst. Skráning fer frá hjá Þyt. Nánari upplýsingar um mótið og tímasetningar má finna í HÉR
Page 6 of 50