Íslandsmót kæna 2017
- Details
Um helgina fór fram Íslandsmót í kænusiglingum 2017 og var það Þytur Siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið. Voru aðstæður mjög góðar, bæði á sjó og í landi. Þátttaka var góð en alls voru keppendur 33 á 30 bátum. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Laser Radial og opnum flokki. Sigldar voru 6 umferðir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Optimist A | Optimist B | Laser Radial | opinn flokkur | |||||
1. | Emil Andri Ólafsson, Nökkva | Daði Jón Hilmarsson, Nökkva | Þorlákur Sigurðsson, Nökkva | Björn Heiðar Rúnarsson, Laser Standard, Nökkva | ||||
2. | Axel Stefánsson, Brokey | Hjalti Björn Bjarnason, Brokey | Þorgeir Ólafsson, Brokey | Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva | ||||
3. | Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey | Salina Schwoerer, Nökkva | Lilja Gísladóttir, Nökkva | Tara Ósk Markúsdóttir, Laser 4.7, Þyt |
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingaklúbbins Þyts, en þar má einnig sjá myndir frá mótinu.
Opnunarmót kæna - úrslit
- Details
Opnunarmót kæna 2017 var haldið um helgina og verður þátttaka að teljast nokkuð góð miðað við reynslu fyrri ára. Siglingaklúbburinn Ýmir í Kópavogi sá um keppnina.
Úrslit mótsins:
Laser Radial | Seglanr | Félag | 1. umferð | 2. umferð | 3. umferð | 4. umferð | Stig samt | Sæti |
Hulda Lilja Hannesdóttir | 197660 | Brokey | 1 | 1 | 1 | 1 | 4 | 1 |
Björn Heiðar Rúnarsson | 122 | Nökkvi | 2 | 2 | 2 | 2 | 8 | 2 |
Ásgeir Kjartansson | 71 | Brokey | 3 | 3 | 3 | 5 | 14 | 3 |
Þorsteinn Aðalsteinsson | 209982 | Ýmir | 5 | 4 | 4 | 3 | 16 | 4 |
Tara Ósk Markúsardóttir | 302 | Þytur | 4 | 5 | 5 | 4 | 18 | 5 |
Berglind Traustadóttir | 301 | Þytur | 6 | 6 | 6 | 6 | 24 | 6 |
Optimist | Seglanr | Félag | 1. umferð | 2. umferð | 3. umferð | 4. umferð | Stig samt | Sæti |
Elís Hugi Dagsson | 382 | Þytur | 2 | 1 | 1 | 1 | 5 | 1 |
Magnús Bjarki Jónsson | 386 | Þytur | 1 | 2 | 2 | 2 | 7 | 2 |
Miðsumarmót kæna 2017
- Details
Miðsumarmót kæna 2017 verður haldið 10. júní í Hafnarfirði og er það Siglingaklúbburinn Þytur sem sér um keppnina að þessu sinni. Skráningarfrestur er til 6. júní.
Opnunarmót kjölbáta 2017
- Details
Opnunarmót kjölbáta fór fram laugardaginn 20. maí. Sigld var „stórskipaleið“ frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í glampandi sól. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sá um framkvæmd mótsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
sæti | bátur | seglanr. | forgjöf | félag | skipstjóri | sigldur tími | leiðr. tími |
1 | Dögun | 1782 | 0.839 | Brokey | Magnús Waage | 03:24:40 | 02:51:43 |
2 | Sigurborg | 9845 | 0.932 | Ýmir | Hannes Sveinbjörnsson | 03:06:03 | 02:53:24 |
3 | Lilja | 2720 | 0.970 | Brokey | Arnar Freyr Jónsson | 03:01:20 | 02:55:54 |
4 | Ögrun | 9800 | 1.000 | Brokey | Guðmundur Gunnarsson | 03:05:40 | 03:05:40 |
5 | Ásdís | 2217 | 0.823 | Þytur | Árni Þór Hilmarsson | 03:57:54 | 03:15:48 |
Page 44 of 56