Ný kappsiglingafyrirmæli SÍL
- Details
Á siglingaþingi sem haldið var í febrúar síðastliðinn voru kynnt ný kappsiglingafyrirmæli SÍL. Í þessum nýju fyrirmælum er meðal annars kveðið á um með hve löngum fresti skuli birta tilkynningu um keppni.
Opnunarmót kæna 2016 - tilkynning um keppni
- Details
Opnunarmót kæna verður haldið af Siglingafélaginu Ými laugardaginn 28. maí. Siglt verður á Skerjafirði og verður keppt í tveimur flokkum: Optimist og opnum flokki.
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00, fimmtudaginn 26. maí með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar fást hjá Aðalsteini Jens Loftssyni í síma 693 2221 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Hér er tilkynning um keppni á heimasíðu Ýmis.
Tilkynning um keppni Opnunarmót Kjölbáta
- Details
Opnunarmót Kjölbáta fer fram þann þann 21. maí næstkomandi. Það er siglingafélagið Þytur sem sér um mótið nánar um siglingasvæði verður gefið upp í kappsiglingafyrirmælum.
Athugið að skráningar frestur er viku fyrir mótið
Á sama tíma er rétt að minna eigendur kjölbáta á að sækja um forgjöf svo þeir getir tekið þátt í mótinu.
Keppnisstjóri er Egill Kolbeinsson og er frekari fyrirspurnum beint til hans á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
IRC forgjafir 2016
- Details
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2016. Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi. Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað sem er að finnna á hlekkjum hér að neðan og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.
Umsóknareyðublöð er að finna á hlekkjum hér að neðan
Endurnýjun forgjafar (aðeins ef bátur hefur haft gilda forgjöf á árunum 2011-215)
Ný forgjöf (ath: skráin er þjöppuð)
Page 47 of 54