Úrslit í Íslandsmóti á kænum
- Details
Íslandsmót í siglingum kæna var haldið 7og 8 ágúst. Alls voru 30 keppendur skráðir og keppt í þremur flokkum, þ.e. Optimist, Laser Radial og opnum flokki með forgjöf.
Alls voru sigldar átta umferðir.
Á Optimist urðu úrslit þau að Högni Halldórsson varð í 3. sæti, Ólafur Áki Kjartansson í 2. sæti en Hrafnkell Stefán Hannesson varð Íslandsmeistari. Þeir kepptu allir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey.
Á Laser Radial varð Tara Ósk Markúsdóttir, Þyt í Hafnarfirði, í 3. sæti, Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkva Akureyri, í 2. sæti en Íslandsmeistari varð Þorlákur Sigurðsson, einnig úr Nökkva frá Akureyri.
Úrslit í opna flokknum urðu þau að Aðalsteinn Jens Loftsson frá Ými í Kópavogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmundsson úr Brokey í 2. sæti en Íslandsmeistari í opnum flokki varð Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, einnig úr Brokey.
Þökkum Brokeyingum, þjálfurum, áhöfnum gæslubáta og öllum sem gerðu þetta mót mögulegt fyrir þeirra framlag.
Þökkum líka öllum keppendum fyrir þátttökuna.
Íslandsmót á kjölbátum 2020
- Details
Staðan núna er að það öllu mótahaldi fullorðinna í íþróttum fullorðinna með snertingu hefur verið frestað. Vonum að flestir séu sammála um að það er enginn bragur á keppni á kjölbátum í vendingum, kúvendingum eða buffinu ef tryggja á 2 metra regluna eftir bestu föngum og engar snertingar. KSÍ hefur gengið styst í frestunum eða til 7. ágúst í bili. Eins og staðan er i dag er gert ráð fyrir frestun til allt að 13. ágúst sem er vel inní þær dagsetningar sem áætlað var að halda Íslandsmótið á. Þetta getur allt breyst með stuttum fyrirvara og því eru kjölbátamenn beðnir að fylgast vel með framvindu mála.
NOR Íslandsmót kæna 2020
- Details
Brokey hefur birt tilkynningu um keppni á heimasíðu sinni Íslandsmót kæna
Vonandi sjáum við sem flesta keppendur
Íslandsmót kjölbáta 2020 NOR
- Details
Gert er ráð fyrir að þriðjudagskeppnin 11. ágúst verði sigling frá Reykjavík til Kópavogs
Page 21 of 50