Uppfærðar reglur vegna COVID-19 frá 18 nóvember
- Details
Eftirfarandi í eru uppfærðar reglur vegna COVID-19 frá 18 nóvember
Afreksbúðir ÍSÍ – vefútgáfa
- Details
Stjórn SÍL vill vekja athygli á þessu:
Fyrir ári síðan endurvöktum við hjá ÍSÍ afreksbúðir okkar fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Planið var að hafa slíkar afreksbúðir vor og haust. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og breyst. Við erum því að endurskipuleggja fyrirkomulagið hjá okkur a.m.k. tímabundið. Við ætlum núna að vera með rafræna fyrirlestra fyrir unga íþróttamenn sem eru í verkefnum á vegum sérsambanda ÍSÍ. Að sinni a.m.k. verður allt á netinu í beinni útsendingu.
Sem fyrr erum við að horfa til íþróttafólks á aldrinum 15-18 ára (árgangar 2002-2005). Nú erum við ekki bundin af fjöldatakmörkum svo það er ekki hamlandi þáttur. Getið boðið þeim sem eru í afrekshópum á ykkar vegum, á þessum aldri, að taka þátt. Ef að þjálfarar ykkar eða þeir sem halda utan um starfið fyrir ykkur hafa áhuga á að hlusta er það velkomið. Við verðum með fyrirlestra nokkuð þétt núna á næstunni en horfum svo til að vera með um einu sinni í mánuði fræðslufyrirlestra í boði á vorönninni.
Fyrstu fyrirlestrarnir verða haldnir laugardaginn 14. nóvember n.k. dagskráin stendur frá kl. 10.00-12.00 ca. Ráðgerum að vera svo með í framhaldinu fyrirlestra að kvöldi til mánudaginn 23. nóvember og fimmtudaginn 3. desember. Meðal þess sem fjallað verður um þessa daga er svefn og endurheimt, næring og íþróttir, fjármálalæsi og notkun samfélagsmiðla.
Skráningar þurfa að berast ekki seinna en föstudaginn 6. nóvember. Með skráningu þurfa að fylgja upplýsingar um ykkar þátttakendur þ.e.a.s. nöfn, netföng og kennitala. Dagskrá og nánari upplýsingar um fyrirkomulag fyrirlestranna verður send á skráða þátttakendur og viðkomandi sérsambönd í vikunni fyrir fyrirlesturinn.
Vonandi er þetta eitthvað sem getur nýst ykkar fólki og þau hafa áhuga á að kynna sér betur. Allir fyrirlestrarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráningar sendist á Brynju Guðjónsdóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Af World Sailing og COVID
- Details
Ársþingi World Sailing lauk sl sunnudag. Vegna COVID var þingið og atkvæðagreiðslur með rafrænum hætti. Það bar helst til tíðinda að Quanhai Li var kosinn sem nýr forseti. Quanhai Li bauð sig fram gegn Kim Andersen.
Það er ljóst að Quanhai Li fær margar áskoranir á tímum COVID.
Síðast liðinn laugardag tók ný reglugerð um hertar samkomutakmarkanir gildi https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=3edeac13-690b-4681-abbe-e3ab5fd18e6e og gildir til 17. nóvember.
Sem betur fer erum við búin með mest af okkar mótastarfi en þessi reglugerð ásamt því sem áður var komið og ákvarðanir vegna sóttvarnarráðstafana hafa nú þegar valdið kærumálum innan sérsambanda.
Einnig varð fagnaðarfundur Valsmanna ekki gott fréttaefni fyrir Val.
Eftir stendur að þetta hefur áhrif á æfingar
Page 22 of 56