Bart's Bash á Íslandi
- Details
Laugardaginn 12. september 2019 ætlar SÍL að halda Bart's Bash á Íslandi. Keppnin er haldin samtímis á meira en 600 stöðum í yfir 80 löndum.
Skráning er á heimasíðunni bartsbash.com Ef þið lendið í vandræðum þá skráum við ykkur á staðum
Við áformum að hittast í Fossvogi við Ými kl 09:00 og kynna keppnisbraut og skipulag. Þetta er ekki hefðbundið mót, heldur meira gert til heiðurs kappanum honum Bart og úrslitin fara inn í gagnagrunn á síðunni bartsbash.com
Nánari upplýsingar í síma 693 2221
Villa í tilkynningu um keppni - NOR fyrir Íslandsmótið á kjölbátum
- Details
því miður slæddist eftirfarandi með sem átti ekki að vera
16. ágúst, varadagur verður nýttur ef ekki hafa náðst 5 umferðir. Fyrstu keppni verður startað kl.
10:00 Sigldar verða nægilega margar umferðir til að ná í heildina 5 umferðum. Ekki verður
startað eftir kl. 16:00
Beðist er verlvirðingar á því
Íslandsmót kjölbáta 2020, Opnunar- og lokamót kölbáta 4-6 september 2020
- Details
Á þessum óvenjulegu og fordæmalausu tímum eru hefðir lagðar til hliðar.
Ekki er hægt að auglýsa og halda hefðbundna samkomu með veitingum og verðlaunaafhendingu í húsnæði Ýmis vegna samkomutakamarkana vegna Covid.
Þess vegna ætlum við á að halda keppnina á ytri höfninni í Reykjavík að öllu óbreyttu. Vegna aðstæðna er einfaldara að flytja gæslubáta til notkunar á ytri höfninni Reykjavíkurhöfn og sleppa siglingu yfir í Fossvog.
Hér er linkur á nýtt NOR
Frá stjórn SÍL og formönnum um framhald keppni fullorðinna með snertingu
- Details
Í kvöld var haldinn boðaður fjarfundur með formönnum til að ákveða skipulag keppnisframhaldsins með það að markmiði að klára keppnisalmanakið með breytingum. Ekki áttu allir kost á að mæta
Á fundinum voru; Aðalsteinn Jens Loftsson, Markús Pétursson, Ólafur Már Ólafsson, Tryggvi Heimisson, Guðmundur Benediktsson og Baldvin Björgvinsson.
Við vonum að sem flestir verði sáttir við niðurstöðuna.
- Brokey getur hafið þriðjudagskeppnir á morgun 25. ágúst 2020 á venjulegum tíma
- Opnunarmóti, Íslandsmóti og Lokamóti Kjölbáta verður slegið saman dagana 4, 5 og 6 september með helgina 12-13 september til vara. Fyrirkomulagið verður þannig að kepptar verða 7 umferðir til Íslandsmeistara. Einnig verði veitt sérstök verðlaun fyrir fyrstu umferðina sem teljist einnig Opnunarmót kjölbáta og fyrir síðustu umferðina sem teljist Lokamót kjölbáta
Gert er ráð fyrir að það verið hægt að birta NOR fyrir lið 2 hér að ofan á morgun.
Page 23 of 54