Reglur og leiðbeiningar SÍL um sóttvarnir vegna COVID-19
- Details
SÍL hefur nú fengið þessar reglur og leiðbeiningar samþykktar sem eru í þessum link og þær eru birtar hér. Reglur vegna COVID-19
Hvert siglingafélag þarf nú að hafa sóttvarnarfulltrúa.
Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð keppni, æfingum og námskeiðum fullorðinna í siglingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að stunda siglingar á Íslandi fyrir fullorðna siglingamenn sem vilja sigla, æfa, keppa eða halda námskeið með sem minnstri áhættu þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.
SÍL hvetur öll siglingafélög til að birta þetta líka á sínum heimasíðum, Facebooksíðum og víðar eftir því sem við á.
NOR Akureyrar- og lokamót kæna 2020 29. ágúst á Akureyri
- Details
Að þessu sinni er mótið á Akureyri NOR Lokamót á kænum 2020
Upphaflega átti að vera Akureyrarvaka um þessa helgi sem hefur verið blásin af vegna COVID-19 samkomutakmarkana.
Keppni á kænum rúmast innan gildandi samkomutakmarana og því eru siglingamenn hvattir til mæta.
Frá formanni SÍL
- Details
Á morgun 14. ágúst 2020 tekur ný auglýsing um sóttvarnir gildi
Í þeirri auglýsingu er verið að opna aftur fyrir að æfingar og keppni fullorðinna með snertingu geti hafist að því gefnu að viðkomandi sérsamband hafi fengið samþykktar reglur um sóttvarnir.
SÍL hefur skilað inn tillögu að reglum til ÍSÍ.
Ekki verður unnt að hefja keppni á ný fyrr en reglurnar hafa verið samþykktar.
Hér fyrir neðan er textinn sem var sendur til ÍSÍ
Almennt
Mælst er til þess að allir siglingamenn séu með covid rakningarappið í símanum sínum.
Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð keppni, æfingum og námskeiðum fullorðinna í siglingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að stunda siglingar á Íslandi fyrir fullorðna siglingamenn sem vilja sigla, æfa, keppa eða halda námskeið með sem minnstri áhættu þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.
Mikilvægustu vopn samfélagsins gegn COVID-19 eru þær almennu sóttvarnaraðgerðir sem embætti landlæknis og almannavarnir hafa kynnt ítarlega síðustu mánuðina. Þessar almennu aðgerðir eru hér með gerðar að skilyrði fyrir því að hægt sé að halda áfram iðkun siglinga fullorðinna á Íslandi næstu misserin án þess að sífellt sé hætta á því að þurfa að skella öllu í lás á nokkurra vikna fresti.
Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur (leikmenn, sjálfboðaliðar, starfsmenn félaga og allir aðrir þátttakendur leiksins) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í siglingum sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti.
Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda.
Reglur þessar fela í sér aðskilnað hópa og áhafna eftir því sem nauðsyn krefur, þjálfara og sjálfboðaliða frá almennum starfsmönnum félaga eftir því sem við á. Auk þess fela þessar ráðstafanir í sér ítarlegri leiðbeiningar um almenna sótthreinsun búningsklefa og búnaðar sem notaður er í keppni og á æfingum en áður hefur verið hér á landi.
Einstaklingur sem sýkst hefur þarf eins og aðrir að halda sig í einangrun þar til liðnir eru a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarprófi) og að hann/hún hafi verið einkennalaus í a.m.k. 7 daga. Áður en að einstaklingur getur hafið æfingar og keppni á ný þarf mat læknis til staðfestingar á að hann/hún sé leikfær samkvæmt fyrirliggjandi leiðbeiningum. Aðrir einstaklingar í áhöfninni geta þurft að fara í sóttkví í allt að 14 daga.
Það eru engin skilgreind áhorfendasvæði í siglingum.
Framkvæmd móts
Mælt er með sem minnstri eða engri notkun búningsklefa og annarar sameiginlegrar aðstöðu.
Tryggja skal að hægt sé að halda tveimur metrum á milli allra einstaklinga innan búningsklefa séu þeir notaðir.
Ef siglingamenn nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé tveggja metra bili á milli allra einstaklinga.
Um borð bátunum er hanskaskylda. Með hönskum er átt við siglinga- eða vinnuhanska. Hanskar og annar búnaður skal þveginn að lokinni keppni.
Hver áhöfn verður að setja sér sínar reglur til að draga úr smithættu innan áhafnar um borð. Bent er á að það er til siglinafatnaður sem nær hátt upp andlit.
Framkvæmd æfinga og námskeiða
Mælt er með sem minnstri eða engri notkun búningsklefa og annarar sameiginlegrar aðstöðu.
Tryggja skal að hægt sé að halda tveimur metrum á milli allra einstaklinga innan búningsklefa séu þeir notaðir.
Ef siglingamenn nota sturtur að loknum leik skal tryggja að haldið sé tveggja metra bili á milli allra einstaklinga.
Um borð bátunum er hanskaskylda. Með hönskum er átt við siglinga- eða vinnuhanska. Hanskar og annar búnaður skal þveginn að lokinni siglingu.
Hvert félag verður að setja sér sínar reglur til að draga úr smithættu innan áhafnar um borð. Bent er á að það er til siglinafatnaður sem nær hátt upp andlit.
Sóttvarnaraðgerðir
Hver áhöfn sem ber ábyrgð á því að farið sé eftir þeim reglum sem nefndar eru í þessu skjali og þeim reglum sem koma frá yfirvöldum. Það er jafnframt á ábyrgð áhafnar að tryggja að allir aðilar viðkomandi áhafnar séu meðvitaðir um þessar reglur og mæti ekki með einkenni af COVID-19.
Einkenni COVID-19:
- Hiti
- Hálssærindi
- Hósti
- Slappleiki
- Bein- og vöðvaverkir
- Skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni
Ef siglingamaður eða fjölskyldur þeirra, fær einkenni sem geta bent til COVID-19:
- Viðkomandi skal halda sig heima og alls ekki mæta á æfingasvæði eða leikvang
- Hafa skal samband við heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is eða viðLæknavaktina í síma 1700 svo unnt sé að framkvæma próf fyrir COVID-19 án tafar.
- Það er mjög mikilvægt að fara ekki í eigin persónu á heilsugæslu eða Læknavaktina.
- Heilbrigðisstarfsfólk veitir ráðleggingar um næstu skref
Skýrar leiðbeiningar um sótthreinsun skulu vera aðgengilegar eins víða og kostur er. Notast skal við veggspjöld sem aðgengileg eru á covid.is (https://www.covid.is/veggspjold). Veggspjöld skulu vera sýnileg í sem víðast.
Salernisaðstöðu skal sótthreinsa daglega og þar skal einnig tryggja góða aðstöðu til handhreinsunar.
Mælt er með að allar hurðir séu opnar eins og kostur er til að lágmarka þörf á snertingu við hurðarhúna.
Veitingar
Mótshaldara er heimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir siglingamenn eða aðra sem koma að mótahaldi.
(Eða
Mótshaldara er óheimilt að útvega veitingar (drykki og mat) fyrir siglingamenn eða aðra sem koma að mótahaldi. Tryggja skal að allar veitingar sem þessir aðilar bera með sér, séu í lokuðum umbúðum. Engin veitingasala er heimil í tengslum við keppni eða æfingar.)
Óheimilt er að deila drykkjarílátum (vatnsbrúsar) eða mataráhöldum með öðrum einstaklingum.
Daglegt líf utan æfinga- og keppnissvæða
Ef okkur á að takast að halda áfram siglingaiðkun þurfum við að sameinast um að þátttakendur í íþróttinni lágmarki eftir föngum líkur á sýkingu í sínu daglega lífi. Það þýðir að halda 2 metra fjarlægð frá ókunnugum í daglegu lífi og lágmarka samskipti við aðra eins og kostur er. Mælt er með notkun andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að halda 2 metra fjarlægð frá ókunnugum
Siglingamenn ættu að kynna sér reglur um heimkomusmitgát og sóttkví í heimahúsi og fylgja þeim eins og hægt er til að vernda fjölskyldur sínar, vinnufélaga og aðra. Þeir sem geta unnið í fjarvinnu að fullu eða að hluta ættu að ræða við vinnuveitendur sína um slíkt fyrirkomulag.
Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða skulu gæta að almennum sóttvörnum (2 metra regla, handþvottur og sótthreinsun) á heimilum sínum, á vinnustað og hvar sem þeir eru á meðal fólks. Ef einstaklingur innan heimilis þessara aðila fær einhver einkenni sem bent geta til COVID-19 ætti viðkomandi án tafar að einangra sig þar til framkvæmt hefur verið veirupróf og niðurstaða liggur fyrir.
Íslandsmót kjölbáta 2020
- Details
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld vinna nú að nýjum leiðbeiningum/tilmælum fyrir íþróttastarf í samkomubanni.
Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem sóttvarnalæknir leggur upp með hvað varðar íþróttir fyrir fullorðna eða þá sem hafa lokið grunnskóla.
Íþróttastarf
Íþróttir með snertingu verði leyfðar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum.
- Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni
- Tveggja metra nándarregla verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ (hér er átt við öll svæði utan leikvallar)
- Áhorfendur verði ekki leyfðir
- Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur en samkvæmt reglum hvers sérsambands ÍSÍ
Horft verður til drög að reglum sem að Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur unnið sem grunn fyrir önnur sérsambönd og hefur KSÍ veitt heimild til að nota drögin. Eins og þið vitið þá getur verið mikill munur á aðstæðum íþróttagreina hvað varðar æfinga og keppnisfyrirkomulag og því nauðsynlegt að aðlaga reglurnar að viðkomandi íþróttagrein.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Stefnt er á formanna fjarfund með ÍSÍ og fleiri samböndum í hádeginu á nk fimmtudag. Þá sjáum við vonandi hvert önnur sambönd eru að stefna og einnig hvernig staðan er að þróast hér í fjölda sýkinga.
Allt keppnishald fullorðinna á kölbáta er og verður áfram á frestun í samræmi við gildandi auglýsingar samkvæmt sóttvarnarlögum.
Page 24 of 54