Áramót Ýmis - svalasta keppni ársins?
- Details
Svalasta keppni ársins er án efa Áramót Ýmis keppnin veðrur þann 31. des ef veður og ísar leyfa. Gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi kakó og með því frá klukkan 10 um morgunin. Skipstjórafundur verður klukkan 1200 og keppnin undir stjórn Aðalsteins Jens Lofstssonar.
Tilkynningu um keppni má finna hér
Siglingafréttir komnar út
- Details
Siglingafréttir eru komnar út undir ritstjórn Gunnars Hlyns Úlfarssonar. Blaðið er á pdf formi og hefur verið sent út til siglingafólks. Ef þú vilt bætast við á póstlistann endilega skráðu þig hér með nafni og netfangi. Einnig er hægt að nálgast blaðið hér á heimasíðunni með því að smella á myndina hér að ofan.
Efni blaðsins er engan veginn tæmandi yfir starfsemi ársins en gefur mynd af ýmsu sem gerst hefur nú í sumar.
Tilkyning um keppni Lokamót kjölbáta
- Details
Lokamót kjölbáta verður haldið 21. september á Ytri höfninni í Reykjavik. Umsjón með mótinu er siglingafélagið Ýmir. Tilkynningu um keppni má finna hér.
Ýmir gerir víðreist þessa dagana
- Details
Tveir félagar úr siglingafélaginu Ými hafa verið erlendis að keppa í síðustu viku. Sigurður Haukur Birgisson keppti á Rabenhaupt 2024 í Hollandi og lenti þar í 2. sæti . Keppni þessi telst til klassískrar keppni keppni í Hollandi en fyrsta mótið fór fram árið 1932. Aðalsteinn Jens Loftsson tók svo þátt í heimsmeistaramótinu á RS Aero 9 við Hailing Island í Bretlandi hann lennti þar í 16 sæti á afar sterku móti.
Page 1 of 55