Íslandsmót kjölbáta 2020
- Details
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld vinna nú að nýjum leiðbeiningum/tilmælum fyrir íþróttastarf í samkomubanni.
Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem sóttvarnalæknir leggur upp með hvað varðar íþróttir fyrir fullorðna eða þá sem hafa lokið grunnskóla.
Íþróttastarf
Íþróttir með snertingu verði leyfðar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Sérsambönd ÍSÍ geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni í sínum greinum.
- Reglurnar verði unnar í samvinnu við ÍSÍ sem leitar sérfræðiráðgjafar hjá sóttvarnalækni
- Tveggja metra nándarregla verði virt í búningsklefum og öðrum svæðum utan keppni og æfinga skv. reglum hvers sérsambands ÍSÍ (hér er átt við öll svæði utan leikvallar)
- Áhorfendur verði ekki leyfðir
- Keppnisáhöld verði sótthreinsuð milli notenda eins og kostur en samkvæmt reglum hvers sérsambands ÍSÍ
Horft verður til drög að reglum sem að Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur unnið sem grunn fyrir önnur sérsambönd og hefur KSÍ veitt heimild til að nota drögin. Eins og þið vitið þá getur verið mikill munur á aðstæðum íþróttagreina hvað varðar æfinga og keppnisfyrirkomulag og því nauðsynlegt að aðlaga reglurnar að viðkomandi íþróttagrein.
Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Stefnt er á formanna fjarfund með ÍSÍ og fleiri samböndum í hádeginu á nk fimmtudag. Þá sjáum við vonandi hvert önnur sambönd eru að stefna og einnig hvernig staðan er að þróast hér í fjölda sýkinga.
Allt keppnishald fullorðinna á kölbáta er og verður áfram á frestun í samræmi við gildandi auglýsingar samkvæmt sóttvarnarlögum.
Meira af Íslandmóti á kjölbátum
- Details
Á blaðamannafundi í dag 10 ágúst voru heldur betri fréttir um mögulega afléttingu á banni við keppni fullorðinna í hópíþróttum með snertingum vegna COVID. Vonandi fáum við meiri og betri upplýsingar á morgun.
Það eru farnar að berast skráningar.
Ef við fáum góðar fréttir um hópíþróttir með snertingum eftir eða frá og með 13. ágúst þá er stefnan sett á að hugsa í lausnum til að halda mótið um næstu helgi og hefja keppni eins á fyrsta mögulega degi. Vonandi verður aðeins meiri vindur en veðurstofan er að spá núna.
Úrslit í Íslandsmóti á kænum
- Details
Íslandsmót í siglingum kæna var haldið 7og 8 ágúst. Alls voru 30 keppendur skráðir og keppt í þremur flokkum, þ.e. Optimist, Laser Radial og opnum flokki með forgjöf.
Alls voru sigldar átta umferðir.
Á Optimist urðu úrslit þau að Högni Halldórsson varð í 3. sæti, Ólafur Áki Kjartansson í 2. sæti en Hrafnkell Stefán Hannesson varð Íslandsmeistari. Þeir kepptu allir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey.
Á Laser Radial varð Tara Ósk Markúsdóttir, Þyt í Hafnarfirði, í 3. sæti, Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkva Akureyri, í 2. sæti en Íslandsmeistari varð Þorlákur Sigurðsson, einnig úr Nökkva frá Akureyri.
Úrslit í opna flokknum urðu þau að Aðalsteinn Jens Loftsson frá Ými í Kópavogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmundsson úr Brokey í 2. sæti en Íslandsmeistari í opnum flokki varð Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, einnig úr Brokey.
Þökkum Brokeyingum, þjálfurum, áhöfnum gæslubáta og öllum sem gerðu þetta mót mögulegt fyrir þeirra framlag.
Þökkum líka öllum keppendum fyrir þátttökuna.
Íslandsmót á kjölbátum 2020
- Details
Staðan núna er að það öllu mótahaldi fullorðinna í íþróttum fullorðinna með snertingu hefur verið frestað. Vonum að flestir séu sammála um að það er enginn bragur á keppni á kjölbátum í vendingum, kúvendingum eða buffinu ef tryggja á 2 metra regluna eftir bestu föngum og engar snertingar. KSÍ hefur gengið styst í frestunum eða til 7. ágúst í bili. Eins og staðan er i dag er gert ráð fyrir frestun til allt að 13. ágúst sem er vel inní þær dagsetningar sem áætlað var að halda Íslandsmótið á. Þetta getur allt breyst með stuttum fyrirvara og því eru kjölbátamenn beðnir að fylgast vel með framvindu mála.
Page 26 of 56