husavikNú styttist óðum í æfingabúðir á Akureyri og ljóst er að mikið fjör verður á staðnum í ár verða tveir erlendir þjálfara annars vegar verður Alberte frá Danmörku en hún hefur gríðarlega reynslu í keppni á Laser Radial.  Íslandsvinurinn Tom Wilson verður einnig á Æfingabúðunum og er þetta í fjórða sinn sem hann kemur til að aðstoða okkur. Svo skemmtilega vill til að í ár er einnig 50 ára afmæli siglingafélsins Nökkva á Akureyri og af því tilefni hefur æfingabúðamótið fengið nýtt nafn Afmælismót Nökkva.

Nánari upplýsingar um gistingu og verð má finna hér. 

 

ad 21770 28515Í tilefni af 40 ára afmæli SÍL í ár er sérstök verðlaun veitt fyrir bestu siglingamyndina í Ljósmyndasamkeppni Morgunblaðsins og Nýherja. Félagar í aðildarfélögum SÍL eru hvattir til að senda inn sem flestar myndir af  kayökum, seglbátum og árabátum og þeir mögulega geta.  Fyrstu verðlaun eru ekki af verri endanum vatnsheld myndavéla frá Canon.  Engar hvaðir eru á aldur myndarinnar, því eru allar myndir gjaldgengar í keppninni.  Heimasíðu keppninnar má finna hér. 

 

\"\\"LogoSÍL\\"\"Nú um helgina var haldið 40. Siglingaþing SÍL. Fundarstjóri var Valdimar Leo Friðriksson og leiddi hann fundinn áfram af röggsemi.  Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sat einnig þingið og ávarpaði það og sagði frá góðu samstarfi SÍL og ÍSÍ.  Formaður SÍL minntist þess í ávarpi sínu að 40 ár eru liðin frá stofnun sambandsins og á þeim tíma hefði margt áunnist, eigi að síður stæði margt útaf og þá sérstaklega aðstöðu mál félaganna.  Einnig minntist hann á að fjármálin væru erfið og því væri gripið til róttækra aðgerða til að rétta við rekstur sambandsins og safna aftur fé til átaksverkefna. Formanni fannst mikilvægt að félögin nýttu þau verkfæri og tól sem SÍL hefur framleitt á undanförnum árum til að byggja upp starf sitt. Það þjónaði littlum tilgangi fyrir sambandið að leggja fram mikla vinnu sem færi síðan forgörðum ef félögin nýttu sér hana ekki.  Fyrir þinginu lágu veiga miklar lagabreytingar sem gengu í gegn snuðrulaus. Ný lög SÍL má finna hér en þau bíða nú samþykkis stjórnar ÍSÍ til að öðlast gildi. Smávægilegar breytingar urðu á stjórn SÍL Snorri Valdimarsson og Jakop Fríman Þorsteinsson gáfur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nýjir komu inn þeir Ólafur Már Ólafsson og Martin Swift.  Ársskýrslu sambandsins má einnig nálgast hér á vefnum

Allirsemeinn logoÁ nýliðnu Íþróttaþingi var opnaður vefurinn Allir sem einn. Um er að ræða vef þar sem sjálfboðaliðar innan íþróttahreyfingarinnar geta skráð þær stundir sem þeir starfa fyrir íþróttafélög sín.  Hér er á ferðinni frábært framtak sem er enn í þróun og verður vonandi til þess að við fáum enn skýrari sýn á það frábæra starf sem sjálfboðaliðar vinna fyrir hreyfinguna.  Það er auðvelt að skrá sig inn. Búið er að skrá inn öll íþróttafélög eina sem þarf að bæta við eru örstutta útskýringar og tíma.  Það er von okkar að sem flestir skrái sig á vefinn Allir sem einn. þannig getum við í raun gert okkur grein fyrir því hversu öflugt starf unnið er hjá kayak og siglingafélögum í landinu.

Tengill á vefinn Allir sem einn

goodisonlaserÍ viðleitni til að bæta og efla Laserflotann á Íslandi hefur SÍL haft samband við Laser í Bretlandi um aðstoð við að finna notaða Laserbáta.   Hér fyrir neðan er listi af bátum sem samstarfsaðili okkar hefur fundið til fyrir okkur.   Verðin fara nokkuð eftir aldri eins og sjá má á listanum.  Ef þið hafið hug á að kaupa einhvern af neðangreindum bátum hafið þá sambandi við SÍL sem fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Athugið að listinn getur breyst því bátarnir eru til sölu og við höfum ekki forkaupsrétt á þeim. Um leið og bátur er pantaður er hann festur okkur og ekki seldur öðrum af þessu leiðir að allar pantanir eru bindandi.  Pöntunum verður safnað saman í vöruhús í Bretlandi þar til að þeim verður pakkað í gám og sendir hingað til landsí mars á næsta ári.