KBÍ fundur
- Details
Mánudaginn 5 maí verður lokafundur vetrarins þá mun Drake Roberts og Monique Davis segja okkur frá siglingum sínum. Fundurinn verður haldin á 3.hæð Íþróttamiðstöðinni Laugardal (ÍSÍ) kl 20:00
Hér kemur smá texti um þau skötuhjúin
Drake Roberts is the producer of the highly successful Youtube channel \"DrakeParagon\'s The \'Real\' Cruising Life.\" A liveaboard cruiser since 1995, he has sailed offshore over 42,000 nautical miles in the Atlantic, and has made his home in ports from Venezuela to Iceland. Combining his passions for sailing, living aboard and film making, Drake produces documentaries which tell real stories about this unique way of life. In the last year, Drake and his girlfriend Monique have sailed over 6,000 nautical miles from the United States to Iceland, via Canada and Greenland, aboard their 42 foot sailboat \'Paragon\'. They are currently planning a voyage that will take them on to the Faroe Islands, Norway, and to Svalbard.
Monique Davis is the author of the blog \"Momo and the Big Blue World\" and part of the creative force behind the YouTube channel \"DrakeParagon\'s The \'Real\' Cruising Life\". An outdoor enthusiast, she has spent the last decade dividing her time between skiing and white water rafting in the Western United States. A liveaboard since 2011, she has voyaged over 10,000 nautical miles from Sint Maarten in the Caribbean to Iceland. After spending the last year doing a high latitude Atlantic crossing that included Canada, Greenland, and Iceland, she and her boyfriend Drake planning a voyage that will take them to the Faroe Islands, Norway, and Svalbard.
ISAF keppnisstjóranámskeið
- Details
Þessa dagana er verið að ganga frá skipulagi á Keppnisstjóra námskeiði á vegum Alþjóðasiglingasambandsins hér á landi. Námskeiðið nefnist ISAF Race Managment Clinic verður haldið hér á landi helgina 30.maí -1.júní 2014. Námskeiðið er á sama tíma og opnunarmót kæna en mótið verður notað sem hluti af kennslunni.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Qu Chun frá Kína og Tomasz Chamera frá Póllandi. Báðir eru þrautreyndir keppnisstjórar á vegum ISAF og var Qu Chun meðal annars keppnisstjóri á Olympíuleikunum 2008.
Námskeiðið er fyrsta stig keppnisstjórnar ætlast er til að þeir sem koma á námskeiðið hafi einhvertíma komið að keppnisstjórn. Námskeiðið fer fram á ensku og kostar Íkr; 12.500 á mann.
Nánari lýsingar og tímasetningar koma á næstu dögum.
Ýmir tilkynnir áramót kæna 2013
- Details
Tilkynning um áramót 2013
Áramót kæna 2013
31. desember 2013
Siglingafélagið Ýmir
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans
Siglingaþing 2014
- Details
Siglingaþing fór fram nú um helgin. Mæting var fremur dræm en þingið var gott og gekk vel fyrir sig. Á þinginu var farið yfir helstu atriði síðasta árs svo og ársreikninga. Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar hér. Tap var á rekstri sambandsin á síðasta ári og gekk sambandið nokkuð á eigið fé. Miðaða við fjárhagsáætlun samþykkt á þessu þingi má ætla að rekstur verði hallalaus á komandi ári. Þingforseti var Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og er honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til fundarins.
Á þinginu var samþykkt svo hljóðandi ályktun til sveitastjórna og bæjarfélaga um stuðning við eingreinafélög: 41. Siglingaþing skorar á sveitastjórnir og bæjarfélög að styðja við bakið á eingreinarfélögum með föstu stöðugildi allt árið um kring.
Innan sveitafélaga eru starfandi mörg íþróttafélög. Hjá mörgum þeirra eru stundaðar fleirri en ein grein og njóta slík félög oft á tíðum meiri stuðnings en minni sökum stærðar sinnar. Í ljósi reynslu af ríkisstyrkjum til Sérsambanda ÍSÍ til að halda úti skrifstofu/starfsmanni er hér með skorað að sveitarfélög að standa við bakið á eingreinarfélögum með a.m.k. einu heilsárs stöðugildi.
Íþróttamaður ársins
- Details
Í gærkveldi héldu Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands héldu sameinginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2013 . Þetta tækifæri er notað til að afhenda viðurkenningar ÍSÍ til íþróttamanna/-íþróttakvennasérgreina íþrótta áður en kemur að útsendingu þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2013 er lýst.
SÍL er í nokkurri sérstöðu þegar kemur að þessum verðlaunum en inna sambandsins eru einar þrjár íþróttagreinar þó aðeins fari fram keppni í tveimur hér á landi sem stendur þ.e. kayakróðri og siglingum. Þau sem hlutu viðurkenningar frá ÍSÍ voru þau Þóra Atladóttir og Sveinn Axel Sveinsson fyrir Kayakróður og þau Hulda Lilja Hannesardóttir og Björn Heiðar Rúnarsson fyrir siglingar.
Page 3 of 13