Opnunarmót kjölbáta var haldið laugardaginn 26.maí 2012.  Sigld var stórskipaleið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar á ágætis byr. Svo leiðinlega vildi þó til að eitt merki vantaði í brautina. Sex baujan hafði slitnað upp í vetur og ekki er búið að koma fyrir nýrri bauju í hennar stað. Keppnis stjórn var ekki kunnugt um að baujuna vantaði fyrr en of seint. Keppendur tóku þó tillit til þess að baujuna vantaði og siglu fyrir hana skv. GPS siglinatækjum. Opnunarmótið er fyrsta mótið sem gefur stig til Íslands bikars- úrslit móts og stig má sjá í töflu hér að neðan.

Bátur  Sigldur tími Leiðréttur tími  Sæti Stig íslb.
Dögun      2:54:08  2:26:27  1 10
Xena  2:21:30  2:27:52  2 8
 Lilja 2:46:24  2:42:34  3 6
 Ögrun 2:46:45  2:47:35  4 5



P52700041

Þjálfunar- og fræðsludeild SÍL hefur nú útskrifað fyrstu þjálfarana í nýja fræðslukerfinu að loknu viku námskeiði þar sem þessir flottu þjálfarar voru metnir. En allir hafa þeir töluverða reynslu af siglingum og þjálfun og hafa áður sótt námskeið á vegum ISAF og SÍL í þjálfarafræðum.

Þjálfararnir stóðu frammi fyrir ýmsum verkefnum í vikunni og lentu heldur betur í krefjandi aðstæðum þar sem veður var frekar leiðinlegt meirihluta vikunnar. Meðal þess sem var fjallað um var veður, sjávarföll, verklags- og vinnureglur, áhættumat, uppbygging námskeiða og kennslustunda, æfingar á sjó og í landi auk fjölda annarra spennadi og skemmtilegra verkefna.

Þjálfararnir sem nú hafa lokið yfirþjálfara (2. stig) og keppnisþjálfara (3. stig) má sjá á meðfylgjandi mynd auk þjálfunar- og fræðslustjóra SÍL.

Á myndinni frá vinstri til hægri eru: Anna Ólöf Kristófersdóttir (þjálfunar- og fræðslustjóri) Björn Heiðar Rúnarsson (Nökkva), Arnar Freyr Birkisson (Nökkva), Dagur Arinbjörn Daníelsson (Nökkva) og Ólafur Víðir Ólafsson (Ými).

Við óskum strákunum innilega til hamingju með þennan áfanga.

865 thytur2Opnunarmót kjölbáta verður haldið laugadaginn 26. maí 2012. Ræst verður við Reykjavíkurhöfn um kl 11 og siglt til Hafnarfjarðar þar sem verðlaunaathöfn mun fara fram.  Skipstjórnarfundur verður í aðstöðu Brokeyjar kl 10:00.  Umsjón með keppninni hefur Siglingaklúbburinn Þytur og keppnisstjóri er Áskell Fannberg.  Tilkynningu um keppni má finna hér.

 

278947 2012303942297 1084734728 31887744 1771949 o

Æfingamót verður haldið laugardaginn 26. maí 2012 (sunnudagsmorgun til vara).
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans, kappsiglingafyrirmæli verða gefin kl 10 í félagsheimili Ýmis.
Tilkynningu um keppni má finna hér. 


\"Stykkishólmur\"Vegna hafnarframvæmda á Sauðárkróki var ekki hægt að halda æfingabúðir þar eins og við ætlunin var. Nú hefur tekist að finna æfingabúðunum pláss í Stykkishólmi dagana 2.-8. júlí.  Það er smá breyting á dagsetningum en búðirnar færast aftur um 2 daga.  Við fáum gistingu í skólanum á Stykkishólmi þar sem er eldunaraðstaða fyrir hópinn. Nú er unnið hörðum höndum við að skipuleggja dagskránna.  Þau óvæntu tíðindi gerðust að Tom Wilson bauðst til að koma og vera með okkur í æfingabúðunum í fríinu sínu frá Sail Oman og var það þegið með þökkum.

Í Stykkishólmi er starfandi siglingadeild  innan ungmennafélagsins Snæfells innan félagsins eru siglingamenn og konur á öllum aldir.