MG 6471Afmælis- og lokahóf SÍL var haldið á laugardaginn í félagsheimili Ýmis í Kópavogi. Góð mæting var og skemmtilega stemning. Að vanda voru veitt verðulaun til þeirra sem stóðu sig vel á árinu.  Fyrr um daginn hélt SÍL málþing þar sem farið var yfir markmið og starfsemi félaganna og uppbyggingu.  Góðmennt var á þinginu og var það hið fróðlegasta og fyrir gesti og þátttakendur. Á þinginu var notað tækifærið til að heiðra tvo Siglingamenn sem staðið hafa með íþróttinni í fjölmörg ár og unnið gott starf.  Það voru þau Margrét Björnsdóttir fyrrum formaður Ýmis sem hefur staðið fyrir uppbyggingu félagsins í Kópavogi og sést árangur hennar meðal annars í frábærri aðstöðu félagsins við Fossvog, einnig hlaut heiðursmerki SÍL Hafsteinn Ægir Geirsson sem keppti í siglingum fyrir Íslands hönd Ólympíuleikum 2000 og 2004. Hafsteinn Ægir hefur verið góð fyrirmynd fyrir þá sem vilja ná langt í Siglingum auk þess að vera boðinn og búinn til að hjálpa til.

sillogoÍ tilefni af 40 ára afmæli SÍL verður haldið stutt málþing Laugardaginn 26.okt. 2013.  Helstu mál verður framtíð og stefna SÍL og aðildarfélaga. Lögð verður áhersla á að félögin deilt sýn sinni á starf sitt og hvernig þau sjá fyrir sér framtíð sína.  Áhersla verður lögð á umræður og hvernig við getum eflt starf allra.

Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á bættum hag róðurs og siglinga á Íslandi.

Þingið verður haldið á Center Hotel Plaza Aðalstræti 4 101 Reykjavik  (kort) og hefst klukkan 12:00 og verður lokið um 17:00

Dagskrá

Starf Kayak og siglingafélaga

Fulltrúar félaganna halda stuttan pistil um starfsemi félagsins.

Starfsemi SÍL og stefna

Anna og Úlfur fjalla um starfsemi SÍL og stefnu.

Samskipti við fjölmiðla og styrktaraðila

Ómar Smárason og Hilmar Þór Guðmundusson frá KSÍ segja frá sínum aðferðum og gefa góð ráð.

Eftir hvert erindi verður almenn umræða um viðkomand málefni.

Siglingafélög flytja stutt erindi um sig þar sem farið er yfir eftirtalin atriði.

                c.a 10 mínútur hvert.

Markmið

Áherlsur í starfi

Félagsskapur

Keppni

Þjálfun

Kennsla

 

Stefna SÍL  -  Úlfur - Anna

                Afreksstefna

                Menntun

                Almenningsíþróttir

 

Samskipti við fjölmiðla og styrktaraðila ‚Ómar frá KSÍ

                Auglýsingar        

                Að ná sambandi og hvað þarf að gera.

                Takk og bless?

                Samvinna?

Kjölbátasamband Íslands hefur verið endurvakið. Ný stjórn hefur undirbúið þétta dagskrá fyrir veturinn og hefst dagsrkáin nú á mánudag 7. október. Nýja stórn sambandsins skipa þeir Friðrik Friðriksson formaður, Páll Hreinsson varaformaður, Egill Kolbeinsson ritari, Jón Alfonsson gjaldkeri, Ármann Jóhannesson meðstjórnandi, Arnar Jónsson varamaður, Sigurður Jónsson varamaður.  Fyrirlestraröð Kjölbátasambands Íslands hefst aftur mánudaginn 7. október 2013. Haldin verða fimm fyrirlestrakvöld í vetur.

Fyrsta fyrirlestrakvöldið ætlar Helena L. Kristbjörnsdóttir að tala um fjölskyldulífið um borð í skútu. Hún og fjölskylda hennar bjuggu einn vetur um borð í skútu í Hafnarfjarðarhöfn áður en þau sigldu til Miðjarðarhafsins. Þau hafa gert skútuna út þaðan. Eftir kaffihlé verður fjallað um skútuna Sögu sem er í eigu þriggja Íslendinga sem siglt hafa um Danmörku og Svíþjóð. Sagt verður frá útgerð skútunnar og siglingunni um þessar slóðir.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið.

Staðsetning: Húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.


SIL40 Card

Hægt er að skrá sig með því að smella á myndina hér að ofan.

SIL40 teas