Ice oceanÍ undirbúningi er keppni frá Noregi til Íslands nú í sumar. Keppnin er að frumkvæði Siglingasambandsins en meginframkvæmd verður í höndum Norðmanna. Keppnin verður tengd við feikivinsæla keppni frá Bergen Noregi til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum. Í sumar verður boðið upp á framhaldslegg sem er frá Leirvík til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan til Reykjavikur.   Keppnin hefst 19. júni 2013 og búist er við að keppendur komi til Reykjavíkur fyrstu vikuna í júlí.

Nú þegar hefur orðið vart við nokkurn áhuga í Noregi á þessari keppni og munu birtast greinar í Norsku siglingablöðum á næstu mánuðum. Von er á tilkynningu um keppni nú um áramótin og að skráning hefjist á sama tíma.

Siglingafélagið sem umsjón hefur með keppninni er Norsk Havseiler - og Krysserklubb sem í grófri þýðingu má kalla: Norska úthafskeppnis og ferðaklúbburinn. Umsjón með keppninni hér á landi verður Siglingafélag Reykjavíkur Brokey.

495 ymirSiglingafélgaið Ýmir heldur lokamót kjölbáta laugardaginn 8.des.  Keppnin verður með hefðbundnum hætti að siglt verður frá Reykjavíkurhöfn fyrir Seltjarnarnes og inn á Fossvog.  Keppni hefst klukkan 10 á laugardagsmorgun, veðurspáin gerir ráð fyrir 8-12m/s úr norðaustri sem gefur færi á góðum hraða og skemmtilegri siglingu.

Tilkynningu um keppni má nálgast hér.

Framundan eru Íslandsmeistaramót í siglingum kæna og kjölbáta 2012.  Íslandsmeistaramót kæna er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey og fer fram á Skerjafirði og innfjörðum hans. Íslandsmeistaramót Kjölbáta fer fram á sama stað en er í umsjón Siglingafélagsins Ýmis

Íslandsmeistaramót kæna er haldið dagana 11.-12 ágúst. Tilkynningu um keppni er að finna hér

Íslandsmeistaramót kjölbáta er haldið viku síðar þ.e. 17.-19 ágúst. Tilkynningu um keppni er að finna hér

Nú um helgina verður haldið Íslandsmeistaramót kjölbáta. Keppt verður á skerjafirði og innfjörðum hans um Íslandsmeistaratitilinn og stig í keppninni um Íslandsbikarinn. Keppnin um Íslandsbikarinn er hálfnuð en fimm báta hafa hlotið stig nú þegar en búast má við að það breytist með Íslandsmeistaramótinu.

Staða í dag er þessi:

29173 100139490038568 2950745 nEins og flestir vita stóðu árlega æfingabúðir SÍL yfir dagana 2-8. júlí síðastliðinn og að þessu sinni voru gestgjafar siglingadeild Snæfells í Stykkishólmi sem tóku á móti siglurum, þjálfurum og fjölskyldum. Þetta var í fyrsta skipti sem siglingadeild Snæfells tekur á móti svo mörgum gestum og stóðu þau sig með prýði eins og búast mátti við, þau eiga hrós og góðar þakkir skilið fyrir frábærar móttökur og utanumhald.

Skipulag æfingabúða var með þeim hætti að fyrstu fimm dagana var silgt frá morgni til kvölds en nýjung á æfingabúðunum þetta árið voru myndbandsfundir á kvöldin þar sem krakkarnir fengu tækifæri til að sjá myndbönd af sjálfum sér að sigla. Myndböndin voru síðan skoðuð vel og farið yfir hvað var vel gert og hvar mætti bæta sig. Teljum við þetta mjög ganglega aðferð til að auka framfarir siglaranna. Þjálfarar voru allir á sama máli um að framfarir siglara þeirra hafi verið mikilar á þessari einu viku og viljum við þakka siglurum fyrir frábæra viku.

Á lokadegi æfingabúðanna var svo hið árlega æfingabúðamót og þar fékk Unnur Lára Ásgeirsdóttir þjálfari Snæfells að spreyta sig við keppnisstjórn og stóð sig með eindæmum vel sem keppnisstjóri. Arnar Freyr Birkisson var hægri hönd Unnar Láru ásamt þeim Ólafi Má Ólafssyni og Kjartani Ásgeirssyni en við viljum þakka þeim öllum kærlega fyrir góða keppnisstjórn. Aron Þór Hermannsson, Anna Ólöf Kristófersdóttir, Dagur Arinbjörn Daníelsson, Tom Wilson og Tryggvi Gunnarsson sáu svo um að tryggja öryggi þáttakenda og sinna ýmsum tilfallandi verkefnum frá keppnisstjórn.

Á laugardagskvöldi var svo haldin verðlauna og viðurkenninga athöfn í fallegum skógi í útjaðri bæjarinns.

Úrslit mótsins er hægt að skoða hér.

Myndir frá æfingabúðunum er að finna á facebook síðu æfingabúðanna.

Við þökkum öllum siglurum kærlega fyrir þáttökuna, foreldrum og fjölskyldum fyrir alla hjálp og frábæran stuðning, staðarhöldurum fyrir glæsilegar móttökur, þjálfurum fyrir mikla vinnu og metnað og að lokum Tom Wilson fyrir að leiðsegja þjálfurum og siglurum í gegnum þessa viku. Hlökkum til að sjá ykkur öll að ári liðnu á næstu æfingabúðum.