Úrslit Íslandsmót kænur
- Details
Íslandsmót í siglinum kæna fór fram á Laugardaginn. Mótið var haldið af siglinafélaginu Nökkva á Akureyri og fór fram á Pollinum. Alls voru sigldar 5 umferðir og keppt var í fjórum flokkum.Ágætis vindur var á laugardag hægur vindur 4-5 metrar/sekúndu en hviður fóru upp í 7-8 m/s
Yngsti hópurinn að 16 ára aldri sigldi á Optimist kænum. Íslandsmeistari annað árið í röð varð Þorgeir Ólafsson Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey Sigur Þorgeir var afar sannfærandi en hann kom fyrstur í mark í öllum fimm umferunum og vann því titilinn með fullu húsi stiga.Í öðru sæti í Optimist flokki varð Andrés Nói Arnarson einnig í Brokey og í þríðja sæti varð Ísabella Sól Tryggvatóttir
Sigur í Laser Standard flokki var líka afar öruggur. Björn Heiðar Rúnarsson í Nökkva sigraði allar fimm umferðirnar og er því Íslandsmeistari á Laser Standard. Í öðru sæti varð Breki Sigurjónsson. Í þriðja sæti á Laser Standard varð svo Gunnar Geir Halldórsson úr Þyt í Hafnarfyrði
EM optimist á Írlandi
- Details
Nú eru tveir ungir íslenskir siglinamenn að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á Optimist. Um 250 keppendur eru á mótinu þar af um 150 drengir. Keppendum er skipt upp í fimm hópa tveir stúlkna hópar og þrír drengja hópar. Á startlínunni eru því um 50 bátar í hverjum flokki sem er nokkuð annað en það sem við íslendingar erum vanir að sjá. Þeir Andrés Nói Arnarson og Þorgeir Ólafsson báðir úr Brokey eru með yngri keppendum á mótinu og standa sig með prýði. Svona mót er heilmikil lífsreynsla fyrir drengina og vonandi læra þeir mikið af þátttöku sinni. Hægt er að fyljgast með gangi mála á Facebook síðu SÍL og heimasíðu mótsins
Aukafélagsróður 1. maí hjá Kayakklúbbnum
- Details
Ertu búin að fara á byrjendanámskeið en finnst erfitt að mæta í þinn fyrsta félagsróður?
Áttu rykfallinn bát og búnað og er erfitt að komast af stað aftur?
Þá er aukafélagsróður eitthvað fyrir þig.
Guðni Páll, Klara og fleiri reyndir ræðarar verða með aukafélagsróður fimmtudaginn 1. maí kl. 10:00. Við mætum kl. 09:15 og gefum okkur góðan tíma til að komast af stað. Við róum stutta vegalengd og gefum okkur góðan tíma til að spá í róðrartækni, félagabjarganir og annað sem sem ræðurum finnst áhugavert.
Ef þú hefur áhuga á að koma með okkur þá sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skráðu þig á korkinum. Það er mjög mikilvægt að skrá sig til þess að við getum tryggt að það verði nægilega margir ræðarar til aðstoðar. Þá þufum við einnig að fá að vita hvort að þú ætlir að fá lánaðan klúbbbát, þar sem einungis þrír slíkir eru til.
Opnunarmót kjölbáta
- Details
Næstu helgi hefst siglingasumarið með Opnunarmóti kjölbáta. Það er Siglingafélagið Þytur sem sér um mótið og keppnisstjóri er Egill Kolbeinsson.
Að vanda verður siglt frá Reykjavíkurhöfn til Hafnarfjarðar. Tilkynningu um keppni má nálgast hér.
Race Management Clinic Skráning
- Details
Skráning á Keppnisstjóranámskeið SÍL og ISAF er hafin hægt er að skrá sig hér á síðunni með því að smella á flipann Skráningar hér vinstra megin.
Keppnisstjórnar námskeiðið (Race Management Clinic) SÍL og ISAF verður haldið í aðstöðu Siglignafélagsins Ýmis og verður Opnunarmót Kæna nýtt við kennsluna. Gert er ráð fyrir að þeir sem sækja námskeiðið hafi komið að keppnisstjórn og hafi skilning á hlutverki keppnisstjóra.
Námskeiðið hefst á Föstudaginn 30 maí klukkan 9:00 um morguninn og farið yfir bóklega þætti. Seinni part verður farið yfir verklega þætti og því nauðsynlegt að hafa siglingabúnað við höndina. Ljóst er að þeir sem ætla sér að taka þátt í námskeiðinu verða að taka sér frí frá vinnu í einn dag.
Laugardag taka allir þátt í framkvæmd Opnunarmóts Kæna sem haldið er á Skerjafirði.Eftir mót verður farið yfir hvernig tókst til og hvað tókst vel og hvað má bæta.
Sunnudagsmorgun er til vara ef ekki næst að fara yfir námsefnið.Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þeir Qu Chun frá Kína og Tomasz Chamera frá Póllandi. Báðir eru þrautreyndir keppnisstjórar á vegum ISAF og var Qu Chun meðal annars keppnisstjóri á Olympíuleikunum 2008. Námskeiðið fer fram á ensku og kostar Íkr; 12.500 á mann
Opnað hefur verið fyrir skráningar HÉR
Page 2 of 13