sillogoNú á sunnudag fór fram 49. Siglingaþing SÍL. Ekki lágu margar tillögur fyrir þinginu en framfóru hefðbundin aðalfundarstörf.  Aðalsteinn Jens Loftsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu en gaf þó kost á sér til setu í stjórn til ráðgjafar og stuðnings við nýjan formann og stjórn.   Meðal mála sem lágu fyrir var mótaskrá 2022 og 2023 og eru þær birtar undir flipanum Mótahald hér vinstra megin. Góðar umræður voru á þinginu og einhugur um framgang siglingaíþróttarinnar á Íslandi.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn og komu fimm nýjir stjórnarmenn að borðinu. 

Nýja stjórnin á enn eftir að skipta með sér verkum en hana skipa:

Gunnar Haraldsson formaður

Anna Karen Jörgensdóttir meðstjórnandi

Anrar Jónsson meðstjórnandi

Gauti Elvar Arnarson meðstjórnandi

Markús Pétursson meðstjórnandi

Varamenn eru

Aðalsteinn Jens Lofstsson

Gunnar Úlfarsson

Ríkarður Ólafsson

Hægt er að nálgast þinggerð þingsins hér.

 

runarsteinssen

Rúnar Steinsen tók þátt á Finnjollernes Dragor Open rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í Danmörku 11-12. september síðastliðinn. 

29 keppendur tóku þátt á mótinu. Rúnar er einn af reyndustu siglingarmönnum landsins og hefur smíðað marga báta þar með talinn þann sem þið sjáið hér að ofan, þar sjáið þið Icepick. 

Dönsku fréttina má finna HÉR 
Úrslit mótsins má sjá HÉR

 

Dagana 13-20. ágúst síðastliðin var haldið Þjálfaranámskeið í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi fyrir þjálfararéttindi 1 og 2 á kænum.

Rob Holden kom frá Suður Afríku fyrir hönd World Sailing að kenna þátttakendum en tóku 15 aðiliar þátt á námskeiðinu á aldursbilinu 15 til 58 ára.

Gekk námskeiðið framar vonum og voru þátttakendur hæst ánægðir með kennsluna og er hugur manna að fá Rob aftur til landins helst fyrr en síðar. 

Útfrá námskeiðinu var síðan stofnuð ákveðin þjálfaranefnd til að hafa utanumhald kennslustefnu þjálfara landins.  

Fékk Siglingasamband Íslands styrk frá Olympic Solidarity til að halda námskeiðið og þökkum við þeim kærlega fyrir allan stuðning.  

 

Maríanna Ástmarsdóttir
Framkvæmdastjóri SÍL

Nú er hafinn undirbúningur á alþjóðlegu siglingamóti á einsmanns seglbátum á Akureyri dagana 21-24. ágúst 2022.
Ekki hefur verið haldið alþjóðlegt siglingamót hér á landi síðan 1997 er Smáþjóðaleikarnir voru haldnir í Reykjavík það ár og má því áætla að mótið vekji nokkra athygli bæði hérlendis og á alþjóðavísu.
Aðstandendur mótsins eru Siglingasamband Íslands, Siglingafélagið Nökkvi og RS Aero class association. Keppt verður á bátunum á Pollinum við Akureyri og mun keppnin standa í þrjá daga auka fjögurra æfingadaga fyrir mót. Gert er ráð fyrir um 40 keppendum frá öllum heimshornum sem takast á við nýjar aðstæður.
RS Sailing styrkir keppnina með því að leggja til 20 báta fyrir keppendur og stefnt er á að selja bátana hérlendis eftir mótið.
Hér fyrir neiðan er linkur á auglýsingu fyrir mótið hjá RS Aero class association 
 

Hjálagt eru COVID-19 reglur sem tóku gildi 15 april 2021

Subcategories