Á lokahófi SÍL þann 15.október voru veittar viðurkenningar fyrir siglingafólk ársins. Góð mæting var á lokahófið sem haldið var á veitingastaðnum Sky á Centerhotel Arnarhvoll með útsýni yfir sundin blá. 311898569 5517381654993472 7756599597546177783 nHólmfríður Gunnarsdóttir úr Brokey var valin siglingakona ársins en hún hefur keppt fyrir Íslands hönd á ILCA 6 auk þess að vera í toppsætum á siglingamótum sumarsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

309626202_5517381464993491_6646356606721235619_n.jpgÞórarinn Stefánsson úr Brokey var valin siglingamaður ársins en hann er margfaldur Íslands og Íslandsbikars meistari sem skipstjóri Dögunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

311918066_5538245922907045_4137875965089770891_n.jpgSiglingarefni ársins var Veronica Sif úr Þyt. Hún hóf siglingar á síðasta ári en hefur sýnt gríðarlegar framfarir á þeim stutta tíma sem hún hefur keppt í siglingum. Hún varð 2 á Íslandsmeistarmótinu í Optimst og vann lokamótið sem haldið var á Akureyri í haust. Auk þess sem hún tók þáttt í Norðurlandamótinu í Optimist.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjálfboðaliði ársins var Unnar Már úr Siglingafélaginu Hafliða.

Það var svo áhöfnin á Siguvon sem vann Íslandsbikarinn 2022311890809 5517380931660211 4071429028852084195 n

 

RS Aero The Gorge D4 01072022Þann 21. ágúst hefst fyrsta alþjólega kænumótið sem haldið hefur verið á Íslandi síðan á smáþjóðleikunum 1997.  Mótið er haldið af siglingaklúbbnum Nökkva og RS Aero classanum. 20 keppendur koma frá 7 þjóðum til að taka þátt í mótinu á Pollinum á Akureyri .  Mótið hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og standa vonir til að þetta að hægt verði að halda fleiri slík mót hér á landi á næstu árum. Nánari fréttir af mótinu verða á facebook síðu SÍL og RS Sailing.   Í tengslum við mótið verður keppnistjórnarnámskeið haldið þann 17. ágúst í Plaza hótel í Reykjavik.

vendee2022Sumarið 2020 stóð IMOCA classinns fyrir stuttri keppni upp að Íslands ströndum og aftur til Frakklands. Lagt var af stað frá Les Sables d'Olonne og siglt að veður dufli í vestan við Ísland. Í þetta sinn á að sigla lengra 3500 sjómílur frá Les Sables d'Olonne upp með austurströnd Íslands norður fyrir Grímsey og svo suður með vesturströnd landsins. Gert er ráð fyrir að ræsa keppendur þann 12.júní og að þeir ljúki keppninni á 10-12 dögum.  Listi um keppendur verðu birtur þann 19 maí.

Heimasíða keppninnar 

Heimasíða IMOCA

opmot22kbOpnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina í boði Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Siglt var frá Reykjavikur höfn til Hafnarfjarðar og tóku fjórir bátar þátt í keppninni. Fyrsti bátur kom í mark á 2 klukkustundum og 25 mínútum og var það Ísmolinn en með forgjöf endaði hann í öðru sæti.

Í fyrsta sæti var Sigurborgin úr Siglingafélaginu Ými og var Hannes Sveinbjörnsson skipstjóri voru þeir 5 umreiknuðum mínútum á undan Ísmolanum úr Siglingafélaginu Hafliða undir stjórn Gunnars Geir Halldórssonar.  Það voru svo Brokeyingarnir á Dögun undir stjórn Þórarins Stefánsssonar sem vermdu 3 sætið  rúmri 1 umreiknaðri mínútu á eftir Ísmolanum. Íris úr Siglingfélagi Reykjavíkur Brokey lenti svo í 4 sæti undir stjórn Arons Árnasonar

 

 

 

Iüroüttafoülk aürsinns 2021 64 smSíðastliðinn föstudag veitti ÍSÍ íþróttafólki sérsambandanna fyrir góðan árangur á árinu 2021. Afheningin tafðist vegna kórónuveirufaraldursins en eins og áður segir fór framm á föstudaginn.

Siglngafólk ársins 2021 voru þau Hólmfríður Gunnardóttir Brokey og Aron Árnason Brokey

Hólmfríður Gunnarsdóttir er okkar fremsta kænu siglingakona hún hefur stundað siglingar í Siglingafélaginu Brokey síðan hún man eftir sér. Byrjaði að keppa á optímisti þegar hún var níu ára með góðu móti og var alltaf að bæta sig. Þegar hún varð sextán ára færðist hún upp um flokk og hóf að sigla Laser, þar sem hún náði góðum árangri keppti m.a. nokkrum sinnum á Norðurlandamóti unglinga. Hólmfríður keppti á Heimsmeistaramóti Unglinga í Oman, Desember 2021 og lenti í 42 sæti. Þetta er besti árangur Íslands á alþjóðasiglingamóti í ár. Besti árangur hennar í keppninni var 25. sæti í umferð nr. 6. 

Aron Elfar Árnason er eigandi og skipstjóri skútunnar Íris sem er af gerðinni X-79. Hann keppir fyrir Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey og hefur gert það til fjölda ára. Aron og áhöfn hans hafa staðið sig vel undanfarin ár og í ár gekk allt upp hjá þeim. Ekki aðeins náðu þeir frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í sumar með sigri í þremur umferðum og öðru sæti í öðrum þremur sem skilaði skútunni Írisi í öruggt fyrsta sæti heldur unnu þeir einnig MBL mótaröðina með öryggi. Árangur Írisar og skipstjóra hennar á árinu er ástæða þess að Aron er svo sannarlega Siglingamaður ársins 2021.

Subcategories