SÍL hefur hlotið 600.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. 

Á þessu ári hefur SÍL tekið þátt í nokkrum erlendum verkefnum og enn eru nokkur eftir. Þessi verkefni felast m.a. í því að undirbúa þátttöku á HM í Árósum á næsta ári og stefnt er að því að eiga keppenda á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Verið er að vinna að því að efla afreksstarf sambandsins og er það m.a. þátttakandi í þróunarverkefni Alþjóða siglingarsambandsins sem nefnist "Emerging Nations Program". Styrkir sem þessir eru nauðsynlegir til að SÍL geti sent keppendur á erlend stórmót og þessi styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ muni án efa efla sambandið enn frekar hvað varðar þátttöku í alþjóðlegu afreksstarfi.

Á myndinni eru Lilja Sigurðardóttir, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, og Jón Pétur Friðriksson, formaður SÍL, við undirritun samnings vegna styrksins.

 undirritun samnings

 

LogoSilmd

Þann 25. febrúar síðastliðinn var haldið 44. Siglingaþing SÍL. Þingið var ágætlega sótt og má nefna að tvö nýstofnuð félög sendu fulltrúa og var vel tekið á móti þeim. Þessi félög eru Sjósportsklúbbur Austurlands sem stofnaður var á Eskifirði 2015 og Sigurfari - sjósportsfélag Akraness sem stofnað var í fyrra.

Nokkur endurnýjun var á stjórn SÍL. Nýir stjórnarmenn eru Andri Þór Arinbjörnsson og Ragnar Hilmarsson. Nýir varamenn voru kjörnir Ingvar Björnsson, Eyþór Agnarsson og Rúnar Þór Björnsson.

Á þinginu var samþykkt eftirfarandi tillaga um að SÍL marki sér stefnu um sjálfbærni:44. Siglingaþing 25. Febrúar 2017 felur stjórn Siglingasambands Íslands að marka sambandinu stefnu um sjálfbærni og leiðbeiningar fyrir aðildarfélögin til samræmis við þá stefnu, með hliðsjón af  áherslu Alþjóða Ólympíu-hreyfingunnar og Alþjóða siglingasambandsins, World Sailing. SÍL fagnar þessari tillögu en eins og fram kemur í tillögunni hefur World Sailing markað sér mjög skýra stefnu í þessum málum og er vinna þegar hafin hjá SÍL við innleiðingu hennar.

Árskýrslu SÍL 2017 má nálgast hér.

 

Því miður hefur reynst nauðsynlegt að færa æfingabúðirnar til Hafnarfjarðar og er það von allra sem að þeim standa að það verði til þess að mun fleiri sjái sér fært að taka þátt. Fyrirkomulagið verður með mjög svipuðu sniði en þó verða gerðar örlitlar breytingar á dagskránni. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst hjá Siglingaklúbbnum Þyt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjaldið er áfram óbreytt 17.000 kr.

Hér má svo finna uppfærða dagskrá æfingabúðanna 2016.

Nú um helgina var haldin jólagleði og uppskeruhátið SÍL fyrir árið 2016. Að venju var veittur fjöldi verðlauna.

Siglingakona ársins: Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingamaður ársins: Þorgeir Ólafsson.
Sveinn Axel Sveinsson og Björg Kjartansdóttir voru kayakræðara ársins.

Siglingamaður ársins 2016, Þorgeir Ólafsson

sillogo43. þing Siglingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 20. febrúar n.k. Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00.

Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins.

Tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.

Að venju munu kosningar til stjórnar fara fram á þinginu og eru þeir sem vilja taka þátt í stjórnarstörfum beðnir um að bjóða sig fram við stjórn SÍL á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig verður kosið um formann en Úlfur Hróbjartsson mun ekki gefa kost á sér til frekari formennsku og verður því spennandi að vita hver tekur við af honum.

Subcategories