sillogoSiglingaþing var haldið nú á laugardaginn 21.febrúar. Þingforseti var Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR og fyrrum stjórnarmaður SÍL. Því miður var mæting á þingið slök og dugði hún rétt til að manna nefndir.  Hvað veldur áhugaleysi siglingafélaganna er óljóst en vonandi er þetta ekki vísbending um áhugaleysi á framgangi siglingaíþróttarinnar. Fyrir þinginu lá ný afreksstefna og var hún samþykkt með smá breytingum. Einnig var samþykkt mótaskrá fyrir 2015 og dagsetningar fyrir 2016.

Fyrir þinginu lá einnig gátlisti fyrir mótahald og leiðbeiningar fyrir keppnisstjórn. Sá listi verður settur á vefsíðu SÍL á næstu dögum. Árskýrslu SÍL 2014 má nálgast hér.

 

SILkort 02

 

Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal- laugardaginn 15.nóvember klukkan 1900 - Árið verður gert upp og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á árinu. 

Hlaðborð innifalið í verði og drykkjarföng verða seld á vægu verði- Aðgangseyrir er 4500kr sem greiðast við innganginn. Skráið ykkur sem allra fyst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - lokað verður á skráningar fimmtudagskvöld 13.nóvember.

 

DrangeyNú styttist óðfluga í æfingabúðirnar á Sauðárkróki.  Félagar í Siglingaklúbbnum Drangey standa í undirbúningi fyrir komu kænusiglara allstaðar af á landinu.  Einn erlendur þjálfari verður í við Búðirnar og það er Bernard Gali frá Spáni en hann hefur undarfanra vikur starfað sem þjálfari hjá Siglingafélaginu Nökkva á Akureyri

Nánar um æfingabúðir mat gistingu og aðstöðu má finna hér

 

Subcategories