SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS LEITAR AÐ STARFSMANNI
- Details
Siglingasamband Íslands leitar að starfsmanni í hlutastarf á skrifstofu sambandsins í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, er jákvæður og á auðvelt með samskipti við fólk á öllum aldri. Starfsmaður heyrir beint undir stjórn sambandsins og megin hlutverk er eftirfylgni við stefnu og markmið hennar.
STARFSSVIÐ
- Daglegur rekstur og stjórnun. Í því felst m.a. gerð ársáætlunar, rekstraráætlunar og eftirfylgni við stefnu og markmið stjórnar
- Sjá um samskipti sambandsins, við hagsmunaaðila ÍSÍ og alþjóða aðila, vefsíðu sambandsins og samfélagsmiðla.
- Halda utan um viðburði og fundi á vegum sambandsins.
- Gæðamál, eftirfylgni með mótahaldi og keppnisgögnum.
- Úrvinnsla gagna og skýrslugerð
- Bóka ferðir á íþróttamót og fundi sem sambandið sækir.
- Önnur tilfallandi verkefni skv ákvörðun stjórnar.
HÆFNISKRÖFUR
- Mjög góður í mannlegum samskiptum.
- Geta tjáð sig í ræðu og riti á Íslensku og ensku.
- Skipulagshæfni og getu til að starfa sjálfstætt.
- Sveigjanleiki í vinnutíma.
- Þekking á helstu forritum Microsoft office.
- Jákvæðni og metnaður.
- Bílpróf og aðgangur að bíl.
´Áhugasamir sendi umsóknarbréf og ferilskrá á netfagnið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. apríl 2020.
Ný stjórn kosin á Siglingaþingi
- Details
Siglingaþing var haldið þann 22 febrúar síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Fyrir þinginu lágu hefðbuninn þingstörf og mættu fulltrúar siglingafélagan til að fara yfir mótaskrá og fjármál sambandsins auk þess að velja því nýja stjórn.
Fáar tillögur lágu fyrir þinginu en þó lá fyrir stjórn tillaga um breytingar á kappsiglingafyrirmælum er varða íslandsmeistaramót er varðaði fjölda umferða og uppstilllingu brauta. Nokkur umræða spratt um tillögur stjórnar sem á endanum var felld. Eigi að síður kom fram skýr vilji til þess að SÍL gegndi veigameira eftirlitshlutverki með mótahaldi.
Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins en þau Sigurjón Magnússon Kayakklúbbnum, Ragnar Hilmarsson Þyt, Gunnar Geir Halldórsson Þyt, Marcel Mendes da Costa Brokey gáfu ekki kost á sér til frekari stjórnasetu en í þeirra stað voru þau Ríkarður Daði Ólafsson Ými, Markús Pétursson Þyt, Hulda Stefania Hólm Þyt, Sigríður Ólafsdóttir Ými, og Ólafur Bjarnason Ými kosinn. Aðalsteinn Jens Loftsson verður sjálfkjörinn til áframhaldandi formennsku Siglingasambands Íslands.
Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi.
Þinggerð fundarins verður birt á næstu dögum.
Frá formanni SÍL
- Details
Siglingaþing 2020
- Details
Boðað hefur verið til 47. Siglingaþings SÍL Laugardaginn 22. febrúar n.k. Þingið fer fram í Sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Fulltrúar á þingi koma úr röðum aðildafélaga SÍL og hefur hvert félag rétt á að senda 3 fulltrúa. Þeir sem áhuga hafa á að koma tillögum á framfæri á þingið er bent á að hafa samband við tillögubæra fundarmenn/félög skv. 3. grein laga sambandsins. Tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.
Gullmerki SÍL
- Details
Úlfur Hróbjarsson fékk gullmerki SÍL á 46 Siglingaþingi
Subcategories
Page 7 of 11