Viðurkenningar ársins 2017
- Details
Á jólagleði og uppskeruhátíð SÍL fyrir árið 2017 voru að venju veitt verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr á árinu.
Siglingamaður árins var kjörinn Björn Heiðar Rúnarsson og siglingakona ársins er Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingaefni ársins er Ísabella Sól Tryggvadóttir. Kayakmaður árins er Ólafur B. Einarsson og kayakkona ársins er Unnur Eir Arnardóttir.
Úlfur í siðanefnd World Sailing
- Details
Úlfur H. Hróbjartsson var á nýafstöðnum aðalfundi Alþjóða siglingasambandsins (e. World Sailing, WS) tilnefndur í siðanefnd sambandsins. Úlfur, sem var formaður SÍL 2007-2016, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi siglingaíþróttarinnar, m.a. situr hann þróunar- og svæðisnefnd WS (Development and Regions Committee) og á síðasta ári var hann kjörinn á aðalfundi Norræna siglingasambandsins til að sitja sem annar af tveimur fulltrúum þess í ráði World Sailing (e. WS Council). Ljóst er að Úlfur hefur áunnið sér mikið traust á þessum vettvangi og er mikill ávinningur fyrir okkur að eiga svo öflugan fulltrúa sem hann er. Við óskum honum til hamingju með tilnefninguna.
Siglingaþing 2017
- Details
Þann 25. febrúar síðastliðinn var haldið 44. Siglingaþing SÍL. Þingið var ágætlega sótt og má nefna að tvö nýstofnuð félög sendu fulltrúa og var vel tekið á móti þeim. Þessi félög eru Sjósportsklúbbur Austurlands sem stofnaður var á Eskifirði 2015 og Sigurfari - sjósportsfélag Akraness sem stofnað var í fyrra.
Nokkur endurnýjun var á stjórn SÍL. Nýir stjórnarmenn eru Andri Þór Arinbjörnsson og Ragnar Hilmarsson. Nýir varamenn voru kjörnir Ingvar Björnsson, Eyþór Agnarsson og Rúnar Þór Björnsson.
Á þinginu var samþykkt eftirfarandi tillaga um að SÍL marki sér stefnu um sjálfbærni:44. Siglingaþing 25. Febrúar 2017 felur stjórn Siglingasambands Íslands að marka sambandinu stefnu um sjálfbærni og leiðbeiningar fyrir aðildarfélögin til samræmis við þá stefnu, með hliðsjón af áherslu Alþjóða Ólympíu-hreyfingunnar og Alþjóða siglingasambandsins, World Sailing. SÍL fagnar þessari tillögu en eins og fram kemur í tillögunni hefur World Sailing markað sér mjög skýra stefnu í þessum málum og er vinna þegar hafin hjá SÍL við innleiðingu hennar.
Árskýrslu SÍL 2017 má nálgast hér.
SÍL fær styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
- Details
SÍL hefur hlotið 600.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017.
Á þessu ári hefur SÍL tekið þátt í nokkrum erlendum verkefnum og enn eru nokkur eftir. Þessi verkefni felast m.a. í því að undirbúa þátttöku á HM í Árósum á næsta ári og stefnt er að því að eiga keppenda á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Verið er að vinna að því að efla afreksstarf sambandsins og er það m.a. þátttakandi í þróunarverkefni Alþjóða siglingarsambandsins sem nefnist "Emerging Nations Program". Styrkir sem þessir eru nauðsynlegir til að SÍL geti sent keppendur á erlend stórmót og þessi styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ muni án efa efla sambandið enn frekar hvað varðar þátttöku í alþjóðlegu afreksstarfi.
Á myndinni eru Lilja Sigurðardóttir, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, og Jón Pétur Friðriksson, formaður SÍL, við undirritun samnings vegna styrksins.
Viðurkenningar fyrir árið 2016
- Details
Nú um helgina var haldin jólagleði og uppskeruhátið SÍL fyrir árið 2016. Að venju var veittur fjöldi verðlauna.
Siglingakona ársins: Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingamaður ársins: Þorgeir Ólafsson.
Sveinn Axel Sveinsson og Björg Kjartansdóttir voru kayakræðara ársins.
Subcategories
Page 8 of 10