Styrkir
- Details
Stjórn SÍL vill vekja athygli á að unnt er að sækja um styrki til að fara á mót. Senda skal umsóknir á netfang SÍL
46. Siglingaþing SÍL
- Details
Á nýafstöðnu siglingaþingi sem var það 46. í röðinni var kjörinn nýr formaður Aðalsteinn Jens Loftsson.
Í stjórn voru kjörnir Áki Guðni Karlsson, Gunnar Geir Halldórsson, Ragnar Hilmarsson og Sigurjón Magnússon. Varamenn voru kjörnir Guðmundur Benediktsson, Marcel Mendes da Costa og Rúnar Þór Björnsson. Skoðurnarmenn reikninga voru kjörnir Gunnar Haraldsson og Ólafur Már Ólafsson.
Ársskýrslu SÍL má finna hér
Viðurkenningar ársins 2017
- Details
Á jólagleði og uppskeruhátíð SÍL fyrir árið 2017 voru að venju veitt verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr á árinu.
Siglingamaður árins var kjörinn Björn Heiðar Rúnarsson og siglingakona ársins er Hulda Lilja Hannesdóttir. Siglingaefni ársins er Ísabella Sól Tryggvadóttir. Kayakmaður árins er Ólafur B. Einarsson og kayakkona ársins er Unnur Eir Arnardóttir.
Opnunarmóti frestað
- Details
Opnunarmóti kjölbáta 2018 sem halda átti í dag, laugardaginn 19. maí 2018, hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna veðurs. Keppendur eru beðnir að fylgjast með vefsíðu Þyts fyrir nánari upplýsingar.
Úlfur í siðanefnd World Sailing
- Details
Úlfur H. Hróbjartsson var á nýafstöðnum aðalfundi Alþjóða siglingasambandsins (e. World Sailing, WS) tilnefndur í siðanefnd sambandsins. Úlfur, sem var formaður SÍL 2007-2016, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi siglingaíþróttarinnar, m.a. situr hann þróunar- og svæðisnefnd WS (Development and Regions Committee) og á síðasta ári var hann kjörinn á aðalfundi Norræna siglingasambandsins til að sitja sem annar af tveimur fulltrúum þess í ráði World Sailing (e. WS Council). Ljóst er að Úlfur hefur áunnið sér mikið traust á þessum vettvangi og er mikill ávinningur fyrir okkur að eiga svo öflugan fulltrúa sem hann er. Við óskum honum til hamingju með tilnefninguna.
Subcategories
Page 8 of 11