Jackie BennettsUm helgina hélt SÍL fræðslufund og vinnustofu um sjálfboðastarf. Fyrirlesari og leiðbeinandi var Jackie Bennetts frá RYA.  Á vinnustofunni var lögð áhersla á að skoða hvað liggur að baki sjáfboðastarfi og hvernig hægt er að ná í nýja sjálfboðaliða og halda í þá sem nú þegar starfa fyrir félögin. Það eru sjálfboðaliðarnir sem halda félögunum gangandi ekki fjármagnið sem þeir ná í. Það er því mikilvægt að félögin átti sig á verðmætinu sem felst í að hafa góða sjálfboða. Meðal þess sem fram kom í máli Jackie var að fyrir hvert pund sem sett er í sjálfboðastarf skila sér 14pund til baka. Glærur af fræðslufundi og vinnustofu eru til hjá Siglingasmabnadi Íslands.

\"493Vorhátíð Kayakklúbbsins verður haldin laugardaginn 28. apríl við aðstöðu klúbbsins á eiðinu við Geldinganes. Hápunktur hátíðarinnar er keppnin um Reykjavíkurbikarinn sem nú verður háð í 16. sinn (fyrsta keppnin var 1997).

Aðalkeppnin er 10 km róður en einnig er keppt í 3 km róðri. Keppt er í karla- og kvennaflokki í eftirfarandi greinum:

.     10 km róður keppnisbáta

.     10 km róður ferðabáta

.     3 km róður

Þegar síðasti keppandinn verður nýbúinn að ná landi hefst kyngimögnuð þyrluæfing en þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ætlar þá að reyna bjarga ólánssömum kayakmanni upp úr sjónum.


 

Á Vorhátíðinni geta þeir sem vilja fengið að prófa sjókayaka. Byrjendur hafa þar tækifæri á að prófa að setjast upp í sjókayak og róa stuttan spöl undir leiðsögn kennara.

Að lokinni verðlaunaafhendingu sitja fulltrúar í ferða- og keppnisnefnd fyrir svörum varðandi dagskrá klúbbsins.

Dagskrá Vorhátíðar 28.04.2012

8:30 - 9:30     Skráning í keppni

10:00               Ræst í Reykjavíkurbikarnum - 10 km keppni

10:15               Ræst í 3 km keppni

10:30 - 12:00 Byrjendum og öðrum áhugasömum boðið að prófa sjókayak undir leiðsögn kennara

12:00               Þyrluæfing

12:20              Verðlaunaafhending

Kayakklúbburinn var stofnaður vorið 1981, og er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Siglingarsambandi Íslands. Starfsemi klúbbsins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og eru virkir félagar nú um það bil 400. Á vegum klúbbsins eru vikulegir félagsróðrar allt árið og nokkrar skipulagðar kayakferðir eru á hverju sumri. Nánari upplýsingar um klúbbinn og Vorhátíðina má finna á heimasíðu Kayakklúbbsins http://www.kayakklubburinn.is/

Tengiliður Egill Þorsteins GSM: 6656067   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.\">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

!! Vegna hafnarframkvæmda á Sauðárkróki í sumar verður ekki hægt að hafa Æfingabúðir SÍL þar í sumar.  Verið er að finna nýjan stað fyrir búðirnar og koma upplýsingar um hvar búðirnar verða í næstu viku.   Líkur eru á að dagsetning búðana riðlist líka og í stað þess að vera frá 30 júni til 6. júlí að þær verði frá 2. júlí til 8.júlí. þ.e að búðirnar færast til um tvo daga.

RYAÞann 4 maí kemur til landsins Jackie Bennetts frá Breska Siglingasambandinu og flytur fyrirlestur um uppbyggingu og skipulag sjálfboðastarfs. Jackíe sér um skipulag sjálfboðaliðastarfs innan Breska siglingasambandsins og hefur áralanga reynslu af slíkri vinnu.  Einnig mun Jackie halda vinnustofu (workshop) fyrir siglingafélögin og aðra áhugasama laugardaginn 5. maí. Fyrirlestur Jackiear hefst klukkan 17:30 föstudaginn 4 maí í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og er öllum opinn. Vinnustofan verður haldinn daginn eftir eða laugardaginn 5.maí á sama stað og hefst stundvíslega klukkan 10:00 og líkur kl 15:00. Stjórnir siglingafélaganna eru sérstaklega kvattar til að sækja vinnustofuna og öðlast þannig þekkingu til að auðvelda starfið í félögunum. Verð fyrir vinnustofuna er ÍKR 3000,- innifalið í því verði er matur.  Bæði fyrirlesturinn  og vinnustofan fara fram á ensku. HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG HÉR 

 

428316 2844759353162 1084734728 32420502 636803920 n

VEGNA MISTAKA VAR EKKI HÆGT AÐ SKRÁ SIG HÉR Á SÍÐUNNI NÚ ER BÚIÐ AÐ OPNA Á SKRÁNINGAR UNDIR SKRÁNINGAR FLIPANUM HÉR Á BAKBORÐA.

Eins og áður hefur komið fram verða haldin þjálfaranámskeið á þrem stigum á vordögum. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður smá breyting á högun þjálfaranámskeiða frá því sem auglýst var. Þjálfaranámskeið fyrir yfirþjálfara (2. stig) og keppnisþjálfara (3. stig) verður haldið á þeim dagsetningum sem auglýstar hafa verið (21-27. maí næstkomandi). Þjálfaranámskeið fyrir kænuþjálfara (1. stig) verður hinsvegar haldið vikuna eftir, nánar tiltekið dagana 28. maí til 1. júní. Við biðjumst velvirðingar á þessum breytingum og vonum að þið sýnið þessu skilning.

Eftir mikla yfirsetu og umræður við sérfræðinga höfum við ákveðið að breyta forkröfum fyrir keppnisþjálfaranámskeið örlítið, aldurstakmark er nú 18 ár fyrir það námskeið en keppnisþjálfari án yfirþjálfararéttinda mun þá þurfa að starfa undir umsjón yfirþjálfara innan síns félags.

Þjálfaranámskeið fyrir yfirþjálfara og keppnisþjálfara verður að þessu sinni hugsað fyrir þá þjálfara sem hafa áður sótt ISAF Technical Course for Coaches eða annað sambærilegt. Þessir þjálfarar fá nú tækifæri til að ná sér í SÍL skírteini og verða því kennd tvö stig á sjö dögum í stað fimm daga hvort námskeið. Þeir sem ekki hafa aldur í yfirþjálfaraskírteini (20 ára) geta sótt námskeiðið en munu einungis eiga kost á að ná sér í keppnisþjálfaraskírteini (18 ára).