TrainTheTraner4Þjálfaranámskeið verður haldið á vordögum fyrir siglingaþjálfara. Nánar tiltekið 21-27. maí 2012 en styrkur hefur fengist frá Alþjóða Ólympíusambandinu til að halda þetta fyrsta þjálfaranámskeið SÍL. Anna Ólöf Kristófersdóttir kemur til með að kenna námskeiðið með dyggum stuðningi Mike Hart frá ISAF.

Í raun verður lagt upp með að kenna þrjú mismunandi námskeið á þessum tíma, fyrsta, annað og þriðja þjálfarastig SÍL. Einhverjir þjálfarar hafa lokið námskeiðum á vegum ISAF hér á landi sem geta þá verið metnir og taka þá viðeigandi stig eftir því. Allir aðrir geta sótt fyrsta stigið sem telja sig hæfa í það. 

Nánar um þjálfarastigin, forkröfur og hæfnismat má sjá á nýrri heimasíðu SÍL undir fræðslu og þjálfun.

Það er því um að gera að taka tímann frá og fara að undirbúa sig. Nánar um skipulag, skráningu og fleira tengt námskeiðinu verður sett fram þegar nær dregur.

Siglingaþing var haldið sunnudaginn 26. febrúar 2012.  Þingforseti var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og kunnum við honum þökk fyrir góða fundarstjórn.  Á þinginu var litið yfir liðið ár og hvað hafði áorkast á þeim tíma. Mótaskrá var samþykkt fyrir árið 2012 og mótstímar fyrir 2013. Er þetta liður í að hjálpa iðkendum og aðstandendm að skipuleggja sumarið með meiri fyrirvara en verið hefur.  Þorsteinn Guðmundsson ræðari hætti í stjórninni og við sæti hans tók Klara Bjartmarz í Kayakklúbbnum.

Skýrsla síðasta árs er hægt að finna hér á rafrænu formi.

accsess

Það var með miklu stolti sem Nökkvamenn gátu svift hulunni, eða umbúðunum réttara sagt, af nýjum tveggja manna seglbáti sem kemur alla leið frá Malasíu í Hofi í gær.  Seglbátur þessi heitir Access Wide 303 og er hannaður af áströlsku fyrirtæki og er sérhannaður fyrir fatlaða einstaklinga og sá fyrsti hér á landi og einnig með fyrstu svona bátum á norðurlöndum.  Í Bretlandi eru nú þegar talsvert öflugur floti og mikið starf unnið við að gera siglingasportið aðgengilegt fyrir alla.  Það eru Kiwanis og Lions klúbbarnir á Akureyri ásamt Þroskahjálp á Norðurlandi og Siglingasamband Íslands sem leggja fram fjármagnið til kaupanna en Samskip sá um flutninginn norður.   

 

Í sumar verða nokkur spennandi siglingamót í Evrópu. Heimsmeistaramót unglina fer fram við Dun Loghaire í Írlandi (rétt hjá Dublin) og síðan er Evrópumót unglinga haldið í Árósum í Danmörku síðar í sumar. Þeir sem áhuga hafa fyrir mótunum hafi samband við skrifstofu SÍL sem allra fyrst. (ath að fyrir heimsmeistarmótið þarf að tryggja sér bát fyrir enda janúar)

Nánari upplýsingar um mótin má finna hér:

Heimsmeistarmót og tilkynning um keppni NOR

Evrópumót og tilkynning um keppni NOR

 

isaf-pres-awardÚlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglinga-sambands Íslands hlaut um helgina þróunarverðlaun forseta Alþjóðasiglingasambandsins (The ISAF President’s Development Award). Það var Göran Peterson, forseti Alþjóðasiglingasambandsins-ISAF, sem afhenti Úlfi viðurkenninguna,við upphaf opins fundar um útbreiðslu siglinga, á ársþingi ISAF í Puerto Rico.
Verðlaunin eru veitt  fyrir öflugt útbreiðslustarf Siglingasambands Íslands á undanförnum árum.
 SÍL hefur á undanförnum árum einbeitt sér að því að bæta grunnstoðir siglingaíþróttarinnar á Íslandi og þá sérstaklega barna og unglingastarf.